Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 09:05 Tölvuþrjótarnir, sem taldir eru tilheyra rússneskri leyniþjónustu, leituðu upplýsinga um sjálfa sig í tölvukerfi Microsoft. AP/Michel Euler Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst. Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins segir að tölvuþrjótarnir rússnesku hafi náð aðgangi að tölvupóstum örfárra innan veggja Microsoft. Árásin hófst í nóvember og komu Rússarnir þá höndum yfir gleymdan aðgang í tölvukerfi Microsoft. Þann aðgang notuðu þeir sem fótfestu í kerfinu til að ná áðurnefndum tölvupóstinum, í einföldu máli sagt. Hakkararnir náðu tökum á aðganginum með því að nota eitt algengt lykilorð til að komast inn í fjölmarga aðganga og hittu í einu tilfelli á gamlan aðgang sem var með það lykilorð. Í yfirlýsingu Microsoft segir að tölvuþrjótarnir hafi ekki nýtt sér galla á hugbúnaði fyrirtækisins. Ekki komst upp um árásina fyrr en þann 12. janúar og tókst sérfræðingum Microsoft að loka á Rússana degi síðar. Talið er að þeir hafi sérstaklega verið að leita að gögnum um sjálfa sig en hakkarahópurinn gengur undir ýmsum nöfnum, eins og Midnight Blizzard, Nobelium, APT 29 eða Cozy Bear. Helsta verkefni leyniþjónustunnar ZVR er að afla upplýsingum erlendis og hefur stofnunin verið sökuð um umfangsmiklar tölvuárásir gegn fyrirtækjum, opinberum stofnunum og hugveitum í Bandaríkjunum og í Evrópu á undanförnum árum. Auk þess að hafa gert Solarwind árásina, kom hópurinn einnig að því að stela tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Wikileaks birtu svo tölvupóstunum í aðdraganda kosninganna. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að nýjar reglur hafi tekið gildi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, um að fyrirtæki á markaði þurfi að opinbera árásir sem þessar, sem geti haft neikvæð áhrif á rekstur félaganna. Opinbera þarf árásirnar innan fjögurra daga eftir að upp um þær kemst.
Bandaríkin Microsoft Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28. maí 2021 11:14
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12