Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2024 21:47 Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku segir aðgerðir Ísraela minna á þjóðarmorð Hútúa á Tútsímönnum í Rúanda á síðustu öld. AP/Patrick Post Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. „Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
„Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira