Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 09:00 Þessi sæfíll er á Rey Jorge eyju við Sílesku svæðin á Suðurheimsskautssvæðinu. Vísir/EPA Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. Vísindamenn vara við því að frekari útbreiðsla veirunnar geti haft verulega skaðleg áhrif á viðkvæm vistkerfi. Fjallað er um dauða selanna á Guardian í dag en Suður-Georgía er á bresku yfirráðasvæði þrátt fyrir að eyjan stað staðsett í Suður-Atlantshafi. Breskt teymi veirufræðinga hefur staðfest veiruna í hópi sæfíla og loðsela á svæðinu. H5N1 hefur á síðustu misserum dregið fjölda dýra til dauða. Fyrr í janúar var greint frá því að ísbjörn sem fannst dauður í Alaska hefði smitast af veirunni og í desember frá því að tuttugu þúsund sæljóð hefðu drepist vegna veirunnar í Síle og Perú. Þá segir í frétt Guardian í dag að vísindamenn hafi áður greint frá fjöldadauða sela og að fjöldi sæfíla sýndi einkenni þess að bera fuglaflensu. Fyrstu þekktu tilfelli H5N1 á landsvæðunum í Suður Íshafi voru greind í október á síðasta ári í kjóum á Fugaleyju [e. Bird Island] nærri Suður-Georgíu. Tveimur mánuðum seinna fundust hundruð sæfíla. Þá hafa einnig verið fleiri dauðsföll meðal loðsela, máfa og kjóa á fleiri stöðum. Veikir selir „Það brýtur nærri í manni hjartað að sjá svo marga dauða seli,“ sagði Marco Falchieri, vísindamaður frá Dýra- og plöntuheilbrigðisstofnuninni en hann starfar í inflúensu- og fuglaflensu veirufræðingateymi stofnunarinnar. Hann tók sýni úr dýrunum í Suður-Georgíu. Hann segir að fleiri selir hafi sýnt einkenni fuglaflensu. Þeir hafi verði með hósta, nefrennsli, skjálfta og að þeir hafi hrist höfuð sín hægt. Hann áætlaði að um hundrað selir væru dauðir á eyjunni. Flestir sæfílar sem virðist viðkvæmari en loðselirnir. „Minn versti ótti er að veiran stökkbreytist og aðlagi sig að spendýrum, við sjáum Það ekki í þessum nýju sýnum en við þurfum að halda áfram að fylgjast með því,“ segir hann líka og að ef það gerðist væri mannfólk í meiri hættu á að smitast. Þessi mikli fjöldi smita í Suður-Georgíu er talinn endurspegla það sem er að gerast alþjóðlega. Yfirflæði eins og þarna gerist aðeins þegar of margir fuglar eru smitaðir af fuglaflensu og spendýr komast í tæri við drit veikra fugla eða þegar dýrin éta hræ smitaðra fugla. Ashley Banyard, sem greindi sýnin, segir það þó gott að veiran hafi ekki smitast í aðrar tegundir. Á tíma hafi þau óttast að mörgæsir myndu smitast og deyja en það hafi ekki gerst. Það sé jákvætt en að ef veiran haldi áfram að dreifast um svæðið þá séu viðkvæm vistkerfi í hættu og fjöldi sjófugla og sjávarspendýra í hættu. Hægt er að kynna sér málið betur á vef Guardian hér. Dýr Dýraheilbrigði Suðurskautslandið Bretland Hafið Bandaríkin Perú Chile Tengdar fréttir Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. 3. október 2023 16:42 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Í viðbragðsstöðu með bóluefni gegn fuglaflensu Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar. 20. mars 2023 10:05 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Vísindamenn vara við því að frekari útbreiðsla veirunnar geti haft verulega skaðleg áhrif á viðkvæm vistkerfi. Fjallað er um dauða selanna á Guardian í dag en Suður-Georgía er á bresku yfirráðasvæði þrátt fyrir að eyjan stað staðsett í Suður-Atlantshafi. Breskt teymi veirufræðinga hefur staðfest veiruna í hópi sæfíla og loðsela á svæðinu. H5N1 hefur á síðustu misserum dregið fjölda dýra til dauða. Fyrr í janúar var greint frá því að ísbjörn sem fannst dauður í Alaska hefði smitast af veirunni og í desember frá því að tuttugu þúsund sæljóð hefðu drepist vegna veirunnar í Síle og Perú. Þá segir í frétt Guardian í dag að vísindamenn hafi áður greint frá fjöldadauða sela og að fjöldi sæfíla sýndi einkenni þess að bera fuglaflensu. Fyrstu þekktu tilfelli H5N1 á landsvæðunum í Suður Íshafi voru greind í október á síðasta ári í kjóum á Fugaleyju [e. Bird Island] nærri Suður-Georgíu. Tveimur mánuðum seinna fundust hundruð sæfíla. Þá hafa einnig verið fleiri dauðsföll meðal loðsela, máfa og kjóa á fleiri stöðum. Veikir selir „Það brýtur nærri í manni hjartað að sjá svo marga dauða seli,“ sagði Marco Falchieri, vísindamaður frá Dýra- og plöntuheilbrigðisstofnuninni en hann starfar í inflúensu- og fuglaflensu veirufræðingateymi stofnunarinnar. Hann tók sýni úr dýrunum í Suður-Georgíu. Hann segir að fleiri selir hafi sýnt einkenni fuglaflensu. Þeir hafi verði með hósta, nefrennsli, skjálfta og að þeir hafi hrist höfuð sín hægt. Hann áætlaði að um hundrað selir væru dauðir á eyjunni. Flestir sæfílar sem virðist viðkvæmari en loðselirnir. „Minn versti ótti er að veiran stökkbreytist og aðlagi sig að spendýrum, við sjáum Það ekki í þessum nýju sýnum en við þurfum að halda áfram að fylgjast með því,“ segir hann líka og að ef það gerðist væri mannfólk í meiri hættu á að smitast. Þessi mikli fjöldi smita í Suður-Georgíu er talinn endurspegla það sem er að gerast alþjóðlega. Yfirflæði eins og þarna gerist aðeins þegar of margir fuglar eru smitaðir af fuglaflensu og spendýr komast í tæri við drit veikra fugla eða þegar dýrin éta hræ smitaðra fugla. Ashley Banyard, sem greindi sýnin, segir það þó gott að veiran hafi ekki smitast í aðrar tegundir. Á tíma hafi þau óttast að mörgæsir myndu smitast og deyja en það hafi ekki gerst. Það sé jákvætt en að ef veiran haldi áfram að dreifast um svæðið þá séu viðkvæm vistkerfi í hættu og fjöldi sjófugla og sjávarspendýra í hættu. Hægt er að kynna sér málið betur á vef Guardian hér.
Dýr Dýraheilbrigði Suðurskautslandið Bretland Hafið Bandaríkin Perú Chile Tengdar fréttir Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. 3. október 2023 16:42 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Í viðbragðsstöðu með bóluefni gegn fuglaflensu Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar. 20. mars 2023 10:05 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. 3. október 2023 16:42
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06
Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51
Í viðbragðsstöðu með bóluefni gegn fuglaflensu Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar. 20. mars 2023 10:05
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29