Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 17:29 Myndin er tekin í Bretlandi þar sem fólk er hvatt til að koma ekki nálægt svönunum. Getty/Kerrison Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01
Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48