Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 16:57 Fyrsta geimskot Vulcan eldflaugarinnar heppnaðist vel. United Launch Alliance Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega. Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira