Erlent

Á­kærður fyrir morðið á Emilie Meng

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Emilie Meng fannst látin í stöðuvatni á vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016 en hennar hafði þá verið saknað í fimm mánuði.
Emilie Meng fannst látin í stöðuvatni á vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016 en hennar hafði þá verið saknað í fimm mánuði. Lögregla í Danmörku

Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar.

Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni á S-Sjálandi og Lálandi Falster að maðurinn sé grunaður um að hafa nauðgað Emilie. Morðið á Emilie vakti mikla athygli á sínum tíma en hún fannst látin í stöðuvatni í vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016. Þá hafði hennar verið saknað í fimm mánuði. 

Lögreglu varð lítið sem ekkert framgengt í málinu þar til í fyrra vor. Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður var þá handtekinn í tengslum við hvarf Filippu, þrettán ára stúlku í Kirkerup í mars. Stúlkan hafði verið að bera út blöð þegar maðurinn nam hana á brott og reyndi að drepa og nauðgaði henni. Lögregla fann hana á lífi á heimili mannsins. 

Mál Emilie vakti mikla athygli bæði í Danmörku og víðar og tók lögregla fljótlega að kanna hvort maðurinn kynni að tengjast morðinu á Meng. 

Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa 8. nóvember 2022 hótað fimmtán ára gamalli stúlku með hníf í bænum Sorø, beitt hana ofbeldi, slegið í magann og reynt að nauðga henni. Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu að maðurinn verði leiddur fyrir dómara í maí og það verði dómstóla að komast að hvort maðurinn sé sekur. Maðurinn hefur lýst yfir sakleysi í máli meng og fyrir líkamsárásina í Sorø. 

Maðurinn játaði sök að hluta í ákæru vegna brottnáms hinnar þrettán ára gömlu stúlku. Hann neitaði þó fyrir dómi að hafa svipt hana frelsi og nauðgað henni.


Tengdar fréttir

„Að­eins skrímsli gæti gert barni þetta“

Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana.

Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum

Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×