Enski boltinn

Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves

Ágúst Orri Arnarson skrifar
George Elokobi lék með Wolves á Molineux um árabil og var fastagestur í Sunnudagsmessunni. Hann vonast nú til að snúa aftur heim og leika gegn Wolves í FA bikarnum.
George Elokobi lék með Wolves á Molineux um árabil og var fastagestur í Sunnudagsmessunni. Hann vonast nú til að snúa aftur heim og leika gegn Wolves í FA bikarnum. Nordic Photos / Getty Images

George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England.

Elokobi var spurður strax eftir leik hver óskamótherjinn í næstu umferð væri, og það stóð ekki á svörum. Hann vill fara með liðið til sinna gömlu heimahaga og mæta Wolverhampton Wanderers. 

Elokobi spilaði með Wolves um árabil frá 2008–14 við góðan orðstír. Hann átti sér stóran aðdáendahóp á Íslandi sem haldið var uppi af Hjörvari Hafliðasyni og Guðmundi Benediktssyni, þáttastjórnendum Sunnudagsmessunar, umfjöllunarþætti um ensku úrvalsdeildina. 

Þeir félagar höfðu miklar mætur á Elokobi og syrgdu brotthvarf hans úr ensku úrvalsdeildinni gríðarlega eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Aðdáun þeirra fór heldur ekki framhjá Elokobi sem sendi Hjörvari góða gjöf árið 2017, þegar hann var á mála hjá Colchester United. 


Tengdar fréttir

Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum

Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×