Erlent

Nor­rænt kuldamet slegið í Finn­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maður gengur á frosnu Eystrasaltinu í Helsinki.
Maður gengur á frosnu Eystrasaltinu í Helsinki. AP/Vesa Moilanen

Kuldakast ríður nú yfir norðurhluta Skandinavíu og fór hitastigið á hinum norðlægu landamærum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands niður fyrir -40 gráður.

Í finnska bænum Enontekis fór hitastigið niður í -44,3 gráður í gærnótt og er það lægsta hitastig sem mælst hefur á Norðurlöndunum síðan 1999. Samkvæmt DR réttslær gærnóttin fyrra kuldamet sem sett var í Storbo nyrst í Svíþjóð árið 2001.

Kuldinn fór einnig niður fyrir fjörutíu gráðurnar í höfuðborg Sama í Noregi, Kautokeino þar sem mældar voru -43,5 gráður og í Naimakka í norðanverðri Svíþjóð náði kuldinn -43,6 gráðum.

Núgildandi kuldamet Norðurlandanna eiga Finnar þar sem í janúar 1999 mældust -51,5 gráður í bænum Kittilä. Þá var gamla metið slegið með 0,1 gráðu sem mældist í Karasjok í Noregi í janúar 1886.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×