Erlent

Blinken á leið til Ísrael

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Blinken mun væntanlega funda með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. 
Blinken mun væntanlega funda með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael.  AP/Jacquelyn Martin

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn.

Ferðaplön ráðherrans hafa þó ekki verið gerð opinber en miðlar hafa heimildir fyrir því að ferð Blinkens sé ætlað að róa ástandið á svæðinu, ekki síst eftir að háttsettur Hamasliði var felldur í drónaárás sem gerð var í Beirút í Líbanon á dögunum.

Búist er við því að hann heimsæki fleiri borgir í Miðausturlöndum í sömu ferð en spennan á milli Hezbollah samtakanna í Líbanon og Ísraela er nú í hámarki og hafa Hezbollah hótað hefndum fyrir árásina í Beirút.

Þá eru Íranir æfir yfir sprengjuárás sem gerð var á minningarathöfn í landinu. Þar létu um 100 lífið og 200 særðust hafa stjórnvöld í Íran vísað ábyrgðinni á hendur Bandaríkjamönnum og Ísraelum, sem þvertaka þó fyrir að hafa komið nærri.


Tengdar fréttir

Drápið á Arouri vekur hörð við­brögð

Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×