Erlent

Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænu­garði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eldar geisa víða í Kænugarði eftir árásir morgunsins.
Eldar geisa víða í Kænugarði eftir árásir morgunsins. AP/Efrem Lukatsky

Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls.

„Kænugarður; leitið skjóls. Margar eldflaugar á leið í áttina að ykkur,“ sagði flugher Úkraínu í skilaboðum á Telegram. 

Að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs, særðust sextán þegar eldur kviknaði í byggingu í kjölfar loftárása. Fimmtán hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Fregnir hafa einnig borist af árásum á Kharkív.

Bridget A. Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segir á Twitter að svo virtist sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ákveðið að fagna nýju ári með loftárásum á höfuðborgina og aðrar borgir Úkraínu og neytt milljónir Úkraínumanna til að leita skjóls í frostinu. 

Háværar sprengingar hefðu heyrst í Kænugarði í morgun. Það væri bráðnauðsynlegt að menn sameinuðust um að stöðva Pútín; hingað og ekki lengra.

Pútín sagði á mánudag að Úkraínumönnum yrði refsað fyrir árásir sínar á Belgorod. Úkraínumenn gerðu árásir á Belgorod í kjölfar mikilla loftárása Rússa á borgir í Úkraínu á föstudag, þar sem rúmlega 40 létu lífið og 160 særðust.

Um það bil 25 eru sagðir hafa látist í árásunum á Belgorod, þar af fimm börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×