Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 12:17 Árni Þór Sigurðsson, Sendiherra Íslands í Danmörku segir mikla eftirsjá af Margréti drottningu. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn/Getty Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti dönsku þjóðinni í áramótaávarpi sínu í gær að hún hefði ákveðið að afsala sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli. Hún sagði bakveikindi helstu ástæðu ákvörðunar sinnar, en einnig væri kominn tími til að leggja konunglegar skyldur á herðar næstu kynslóðar. „Það er ekki hægt að segja annað en að drottningin hafi í raun og veru varpað sprengju í danskt samfélag og í samfélagsumræðuna með þessari ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. „Þetta kom, held ég að ég geti fullyrt, langflestum, ef ekki öllum mjög á óvart.“ Fólk eigi erfitt með að verjast tárum Margrét hóf síðasta kaflann í ræðu sinni á að minna þjóð sína á litla orðið „takk.“ Hún notaði tækifærið til að koma þökkum á framfæri við Grænlendinga, Færeyinga og til þjóðar sinnar, Dana. „Þá fór mann að gruna að nú væri eitthvað að koma, eitthvað stórt,“ segir Árni. „Sem varð reyndin. Ég held að Danir hafi almennt verið þessu algjörlega óviðbúnir og það eru mjög margir sem skrifa bæði á samfélagsmiðla og í dagblöðum að það er ekki hún sem á að þakka þjóðunum, það erum við sem eigum að þakka henni.“ Árni var með Dani í mat heima hjá sér í gærkvöldi og segir stemninguna hafa verið sérstaka. „Fólk á erfitt með að verjast því að tárast yfir þessum tíðindum, því drottningin hefur notið fágætra vinsælda í Danmörku og gerir enn, þannig það er auðvitað mikil eftirsjá af henni.“ Þetta var óvænt og fólk er slegið, en um leið er það fullt af þakklæti í hennar garð. Breytingar í vændum Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ávarp drottningarinnar. Árni segir það hafa vakið athygli sína að hún hafi talað um pólitískari mál en hún geri jafnan. „Drottningin blandar sér ekki í stjórnmál, en hún talaði um stríðin í Úkraínu og á Gaza og gerði það með mjög yfirveguðum hætti myndi ég segja. Hún talaði um loftlagsvána og loftlagsbreytingarnar, þannig að kannski nýtti hún þessa síðustu áramótaræðu sína til að koma á framfæri áhyggjum af slíkum pólitískum málum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. Elsti sonur Margrétar, Friðrik krónprins, tekur við embættinu eftir tvær vikur, eða þann 14.janúar. Dagsetningin er ekki tilviljun, en þann sama dag árið 1972 var Margrét krýnd drottning. Árni býst við heilmiklum breytingum í Danmörku. „Eflaust ekki frá fyrsta degi, en nú er ný kynslóð að taka við. Konungur með sína eiginkonu sem verður drottning, þannig það má búast við því að það verði breytingar í háttum og framgöngu og jafnvel þeim málum sem konungsfjölskyldan beitir sér fyrir. Þetta veit maður auðvitað ekki fyrir víst, en ég sé að þeir stjórnmálaskýrendur sem eru sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, tala um það að það sé breytinga að vænta.“ Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti dönsku þjóðinni í áramótaávarpi sínu í gær að hún hefði ákveðið að afsala sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli. Hún sagði bakveikindi helstu ástæðu ákvörðunar sinnar, en einnig væri kominn tími til að leggja konunglegar skyldur á herðar næstu kynslóðar. „Það er ekki hægt að segja annað en að drottningin hafi í raun og veru varpað sprengju í danskt samfélag og í samfélagsumræðuna með þessari ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. „Þetta kom, held ég að ég geti fullyrt, langflestum, ef ekki öllum mjög á óvart.“ Fólk eigi erfitt með að verjast tárum Margrét hóf síðasta kaflann í ræðu sinni á að minna þjóð sína á litla orðið „takk.“ Hún notaði tækifærið til að koma þökkum á framfæri við Grænlendinga, Færeyinga og til þjóðar sinnar, Dana. „Þá fór mann að gruna að nú væri eitthvað að koma, eitthvað stórt,“ segir Árni. „Sem varð reyndin. Ég held að Danir hafi almennt verið þessu algjörlega óviðbúnir og það eru mjög margir sem skrifa bæði á samfélagsmiðla og í dagblöðum að það er ekki hún sem á að þakka þjóðunum, það erum við sem eigum að þakka henni.“ Árni var með Dani í mat heima hjá sér í gærkvöldi og segir stemninguna hafa verið sérstaka. „Fólk á erfitt með að verjast því að tárast yfir þessum tíðindum, því drottningin hefur notið fágætra vinsælda í Danmörku og gerir enn, þannig það er auðvitað mikil eftirsjá af henni.“ Þetta var óvænt og fólk er slegið, en um leið er það fullt af þakklæti í hennar garð. Breytingar í vændum Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ávarp drottningarinnar. Árni segir það hafa vakið athygli sína að hún hafi talað um pólitískari mál en hún geri jafnan. „Drottningin blandar sér ekki í stjórnmál, en hún talaði um stríðin í Úkraínu og á Gaza og gerði það með mjög yfirveguðum hætti myndi ég segja. Hún talaði um loftlagsvána og loftlagsbreytingarnar, þannig að kannski nýtti hún þessa síðustu áramótaræðu sína til að koma á framfæri áhyggjum af slíkum pólitískum málum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku. Elsti sonur Margrétar, Friðrik krónprins, tekur við embættinu eftir tvær vikur, eða þann 14.janúar. Dagsetningin er ekki tilviljun, en þann sama dag árið 1972 var Margrét krýnd drottning. Árni býst við heilmiklum breytingum í Danmörku. „Eflaust ekki frá fyrsta degi, en nú er ný kynslóð að taka við. Konungur með sína eiginkonu sem verður drottning, þannig það má búast við því að það verði breytingar í háttum og framgöngu og jafnvel þeim málum sem konungsfjölskyldan beitir sér fyrir. Þetta veit maður auðvitað ekki fyrir víst, en ég sé að þeir stjórnmálaskýrendur sem eru sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, tala um það að það sé breytinga að vænta.“
Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16