Leynilegt geimfar á hærri sporbraut en áður Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 09:52 X-37B hefur varið miklum tíma út í geim frá því geimskipið leynilega var fyrst tekið í notkun árið 2010. AP Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX skutu í nótt leynilegu geimfari bandaríska hersins út í geim. Geimfarið X-37B er talið eiga að vera á braut um jörðu í að minnsta kosti tvö ár. Enginn er um borð en eins og áður ber geimfarið leynilegar tilraunir bandarískra vísindamanna. Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15
Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08