Erlent

Mót­mæla á­ætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hugmynd Macron er sú að hengja gömlu gluggana til sýnis í nýju Notre Dame safni.
Hugmynd Macron er sú að hengja gömlu gluggana til sýnis í nýju Notre Dame safni. Getty/Chesnot

Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga.

Meira en 120 þúsund hafa skrifað undir ákall um að haldið verði í upphaflega hönnun glugganna. Mótmælendur hafa líkt áformunum við skemmdarverk og halda því fram að skiptin muni gerbreyta byggingunni á verri veg.

Uppbygging kirkjunnar stendur enn yfir eftir að hún brann nánast til kaldra kola í apríl 2019. 

Macron heimsótti dómkirkjuna í desembermánuði og tilkynnti þar að gluggunum í sex af sjö hliðarkapellum kirkjunnar, sem rekja má aftur til þrettándu aldar, yrði skipt út. Gluggarnir sem setja á í eru líka steindir en með nýrri hönnun og var efnt til samkeppni til að velja útlitið. 

Samkvæmt frétt Guardian átti erkibiskup Parísar, Laurent Ulrich, hugmyndina að gluggaskiptunum. Ulrich er sagður hafa borið hugmyndina undir forsetann með formlegu bréfi og Macron litist vel á hugmyndina. 

Gluggarnir, sem skipta á út, voru hannaðir af arkitektinum Eugéne Viollet-le-Duc en hann teiknaði jafnframt turnspíruna, sem bætt var við mannvirkið um miðja 19. öld. Gluggarnir komust heilir í gegn um eldsvoðann sem eyðilagði hálfa kirkjuna og er ætlunin að stilla þeim upp til sýnis í nýju Notre Dame safni. 


Tengdar fréttir

Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld

Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt.

Leita að alda­gömlum eikar­trjám við smíði nýrrar spíru

Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×