„Sumir halda að þetta sé heimskt af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 11:00 Pálmi Rafn Arinbjörnsson er orðinn leikmaður Víkinga. Hann ræddi við fjölmiðla í Víkinni í gær. vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Arinbjörnsson er tvítugur markvörður sem mættur er til meistaraliðs Víkings. Til þess fórnaði hann sæti í enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves, sem Pálmi segir suma eflaust telja heimskulega ákvörðun. Hann þekkir vel til keppinautar síns um stöðu í byrjunarliði Víkinga, Ingvars Jónssonar, en báðir eru þeir Njarðvíkingar. Pálmi hafði aðeins spilað fótbolta í örfá ár þegar Úlfarnir á Englandi læstu skoltinum í hann, aðeins 15 ára gamlan. Hann flutti út með fjölskyldu sinni en hefur staðið á eigin fótum síðustu ár og þroskast sem markvörður innan um Portúgalann José Sá og aðra markverði aðalliðs Úlfanna. En nú hefur Pálmi ákveðið að koma til Íslands, og byrja meistaraflokksferilinn af alvöru. Fenginn út fimmtán ára og hafði bara spilað í örfá ár „Þetta var einum of gott til að segja nei við,“ segir Pálmi um þá ákvörðun að semja við Víkinga fram yfir önnur félög: „Þetta voru einnig KR og Njarðvík. Ég fór á fundi með báðum liðum en þetta [að fara í Víking] kallaði svo ótrúlega mikið til mín. Þjálfararnir, leikmennirnir, hvernig þeir spila út, og bara liðið allt… Það var bara „no brainer“ að koma hingað,“ segir Pálmi. Klippa: Pálmi Rafn nýr markvörður Víkinga Eins og fyrr segir hefur hann verið hjá Wolves í fjögur og hálft ár, og fór út frekar blautur á bakvið eyrun. „Ég fór út 15 ára og þá var ég bara búinn að vera að spila fótbolta í 3-4 ár. Þetta var svolítið sjokk, úff, að vera að fara út á einhverjum samning, að spila fyrir pening, 15 ára. Ég spilaði fyrst fyrir U16-liðið þeirra og vann mig upp í U23, og er búinn að vera síðustu tvö árin fjórði markvörður í meistaraflokknum, auk þess að spila með U21 (sem áður var U23),“ segir Pálmi sem öðlaðist hellings reynslu af að umgangast markverði aðalliðsins. Úlfarnir ekki ánægðir með að missa hann „Ég hef verið að hita upp með þeim og verið til staðar ef það skyldi markvörður meiðast í upphitun. En þetta er verkefni sem ég sá enga framtíð í, að vera þriðji eða fjórði markvörður, þannig að maður þurfti að leita að öðru tækifæri. Það var langt ferli að koma hingað því Wolves voru ekki beinlínis ánægðir að láta mig fara. Þeir voru virkilega ánægðir með mig og ég var að standa mig vel, en þegar allt kemur til alls þá voru þeir ekki með nein tækifæri fyrir mig til að bjóða upp á. Hérna bauðst mér tækifæri og þeir gátu náttúrulega ekki sagt nei, hugsuðu um minn feril og voru á endanum sáttir við það,“ segir Pálmi. „Lít á þetta sem skref upp á við“ Eflaust ættu margir íslenskir fótboltamenn erfitt með að sleppa takinu af sæti hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni: „Það er auðvitað draumurinn hjá mjög mörgum leikmönnum að komast til Englands. Maður hefur kynnst þessu vel á fjórum og hálfu ári, en síðasta árið hefur maður hugsað með sér hvort það væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Síðan kom þetta tækifæri hjá Víkingi upp. Sumir halda að þetta sé heimskt af mér, að vilja fara frá Englandi, en þetta er einum of gott lið og tækifæri hérna. Ég lít á þetta sem skref upp á við, þetta er meistaraflokksbolti, og ég er mega sáttur með að hafa valið að koma hingað.“ Þekkir hinn Njarðvíkinginn vel Pálmi Rafn segist alls ekki mættur til þess að vera bara varamarkvörður hjá Víkingum. „Ég horfi náttúrulega ekki á það þannig, og ekki þjálfarateymið heldur. Við erum hérna með tvo mjög góða markmenn og höfum heilt undirbúningstímabil í að meta hvor sé að fara að spila. Ég er að koma hérna inn með þekkingu á leikkerfinu sem við spilum, sem er nákvæmlega það sama og hjá Wolves. Ég þekki þetta og þarf ekki að kynnast neinu upp á nýtt. Ég tel mig vera nútímamarkvörð, mjög góður að spila út og rólegur með boltann, „dominant“ í fyrirgjöfum og slíkt. Auðvitað þarf maður að standa sig á undirbúningstímabilinu en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna að ég geti verið númer eitt hérna,“ segir Pálmi. Þórður Ingason lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil og þeir Pálmi Rafn og Ingvar Jónsson, báðir Njarðvíkingar, eru því markverðir Víkinga. Pálmi hlakkar til samstarfsins: „Ég þekki mikið til hans. Við eigum sameiginlegan markmannsþjálfara, Sævar Júlíusson, og höfum tekið nokkrar æfingar saman við þrír. Ingvar er toppgæi og ég get ekki beðið eftir að vinna með honum.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvítis högg að heyra það“ „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. 18. desember 2023 22:30 „Þetta er frábært lið“ Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. 18. desember 2023 18:02 Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Pálmi hafði aðeins spilað fótbolta í örfá ár þegar Úlfarnir á Englandi læstu skoltinum í hann, aðeins 15 ára gamlan. Hann flutti út með fjölskyldu sinni en hefur staðið á eigin fótum síðustu ár og þroskast sem markvörður innan um Portúgalann José Sá og aðra markverði aðalliðs Úlfanna. En nú hefur Pálmi ákveðið að koma til Íslands, og byrja meistaraflokksferilinn af alvöru. Fenginn út fimmtán ára og hafði bara spilað í örfá ár „Þetta var einum of gott til að segja nei við,“ segir Pálmi um þá ákvörðun að semja við Víkinga fram yfir önnur félög: „Þetta voru einnig KR og Njarðvík. Ég fór á fundi með báðum liðum en þetta [að fara í Víking] kallaði svo ótrúlega mikið til mín. Þjálfararnir, leikmennirnir, hvernig þeir spila út, og bara liðið allt… Það var bara „no brainer“ að koma hingað,“ segir Pálmi. Klippa: Pálmi Rafn nýr markvörður Víkinga Eins og fyrr segir hefur hann verið hjá Wolves í fjögur og hálft ár, og fór út frekar blautur á bakvið eyrun. „Ég fór út 15 ára og þá var ég bara búinn að vera að spila fótbolta í 3-4 ár. Þetta var svolítið sjokk, úff, að vera að fara út á einhverjum samning, að spila fyrir pening, 15 ára. Ég spilaði fyrst fyrir U16-liðið þeirra og vann mig upp í U23, og er búinn að vera síðustu tvö árin fjórði markvörður í meistaraflokknum, auk þess að spila með U21 (sem áður var U23),“ segir Pálmi sem öðlaðist hellings reynslu af að umgangast markverði aðalliðsins. Úlfarnir ekki ánægðir með að missa hann „Ég hef verið að hita upp með þeim og verið til staðar ef það skyldi markvörður meiðast í upphitun. En þetta er verkefni sem ég sá enga framtíð í, að vera þriðji eða fjórði markvörður, þannig að maður þurfti að leita að öðru tækifæri. Það var langt ferli að koma hingað því Wolves voru ekki beinlínis ánægðir að láta mig fara. Þeir voru virkilega ánægðir með mig og ég var að standa mig vel, en þegar allt kemur til alls þá voru þeir ekki með nein tækifæri fyrir mig til að bjóða upp á. Hérna bauðst mér tækifæri og þeir gátu náttúrulega ekki sagt nei, hugsuðu um minn feril og voru á endanum sáttir við það,“ segir Pálmi. „Lít á þetta sem skref upp á við“ Eflaust ættu margir íslenskir fótboltamenn erfitt með að sleppa takinu af sæti hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni: „Það er auðvitað draumurinn hjá mjög mörgum leikmönnum að komast til Englands. Maður hefur kynnst þessu vel á fjórum og hálfu ári, en síðasta árið hefur maður hugsað með sér hvort það væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Síðan kom þetta tækifæri hjá Víkingi upp. Sumir halda að þetta sé heimskt af mér, að vilja fara frá Englandi, en þetta er einum of gott lið og tækifæri hérna. Ég lít á þetta sem skref upp á við, þetta er meistaraflokksbolti, og ég er mega sáttur með að hafa valið að koma hingað.“ Þekkir hinn Njarðvíkinginn vel Pálmi Rafn segist alls ekki mættur til þess að vera bara varamarkvörður hjá Víkingum. „Ég horfi náttúrulega ekki á það þannig, og ekki þjálfarateymið heldur. Við erum hérna með tvo mjög góða markmenn og höfum heilt undirbúningstímabil í að meta hvor sé að fara að spila. Ég er að koma hérna inn með þekkingu á leikkerfinu sem við spilum, sem er nákvæmlega það sama og hjá Wolves. Ég þekki þetta og þarf ekki að kynnast neinu upp á nýtt. Ég tel mig vera nútímamarkvörð, mjög góður að spila út og rólegur með boltann, „dominant“ í fyrirgjöfum og slíkt. Auðvitað þarf maður að standa sig á undirbúningstímabilinu en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna að ég geti verið númer eitt hérna,“ segir Pálmi. Þórður Ingason lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil og þeir Pálmi Rafn og Ingvar Jónsson, báðir Njarðvíkingar, eru því markverðir Víkinga. Pálmi hlakkar til samstarfsins: „Ég þekki mikið til hans. Við eigum sameiginlegan markmannsþjálfara, Sævar Júlíusson, og höfum tekið nokkrar æfingar saman við þrír. Ingvar er toppgæi og ég get ekki beðið eftir að vinna með honum.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvítis högg að heyra það“ „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. 18. desember 2023 22:30 „Þetta er frábært lið“ Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. 18. desember 2023 18:02 Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
„Það var helvítis högg að heyra það“ „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. 18. desember 2023 22:30
„Þetta er frábært lið“ Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. 18. desember 2023 18:02
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki