Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2023 11:59 Fólk í Suður-Kóreu virðist hafa auknar áhyggjur af kjarnorkuvopna- og eldflaugaþróun Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Yfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja að um svokallaða ICBM sé að ræða sem geti drifið allt að fimmtán þúsund kílómetra, með því að fljúga út í geim. Líklegt þykir að eldflaugin hafi verið af gerðinni Hwasong-18. Þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem eldflaug af þessari gerð er skotið á loft frá Norður-Kóreu. Vísindamenn og verkfræðingar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem geta borið þau vopn til Bandaríkjanna. Bæði þróun kjarnorkuvopna og þróun eldflauga fer gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Reuters hefur eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Japans að eldflaugin hafi flogið í 73 mínútur. Hún náði rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og féll í hafið milli Japans og meginlandsins. Í gærkvöldi var skammdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu en hún flaug um 570 kílómetra áður en hún féll í hafið. Eftir það gáfu yfirvöld í Norður-Kóreu út yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn voru fordæmdir fyrir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld, með því að sigla kjarnorkuknúnum kafbáti til hafnar í Suður-Kóreu í gær. Vilja kjarnorkvopn í Suður-Kóreu Erindrekar frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum funduðu á föstudaginn um það að Bandaríkjamenn komi mögulega aftur fyrir kjarnorkuvopnum í Suður-Kóreu. Kannanir hafa sýnt að íbúar Suður-Kóreu óttast kjarnorkuvopn Kim og vilja eigin kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Eins og sagt var í nýlegri frétt AP fréttaveitunnar óttast Suður-Kóreumenn að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Milli sjötíu og áttatíu prósent íbúa Suður-Kóreu vilja að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Á fundi erindrekanna var samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, samþykkt að vinna að sameiginlegri kjarnorkuvopnastefnu á næsta ári og halda heræfingar þar sem líkt verður eftir kjarnorkuárásum úr norðri. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Japan Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. 20. október 2023 18:12 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja að um svokallaða ICBM sé að ræða sem geti drifið allt að fimmtán þúsund kílómetra, með því að fljúga út í geim. Líklegt þykir að eldflaugin hafi verið af gerðinni Hwasong-18. Þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem eldflaug af þessari gerð er skotið á loft frá Norður-Kóreu. Vísindamenn og verkfræðingar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem geta borið þau vopn til Bandaríkjanna. Bæði þróun kjarnorkuvopna og þróun eldflauga fer gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Reuters hefur eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Japans að eldflaugin hafi flogið í 73 mínútur. Hún náði rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og féll í hafið milli Japans og meginlandsins. Í gærkvöldi var skammdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu en hún flaug um 570 kílómetra áður en hún féll í hafið. Eftir það gáfu yfirvöld í Norður-Kóreu út yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn voru fordæmdir fyrir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld, með því að sigla kjarnorkuknúnum kafbáti til hafnar í Suður-Kóreu í gær. Vilja kjarnorkvopn í Suður-Kóreu Erindrekar frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum funduðu á föstudaginn um það að Bandaríkjamenn komi mögulega aftur fyrir kjarnorkuvopnum í Suður-Kóreu. Kannanir hafa sýnt að íbúar Suður-Kóreu óttast kjarnorkuvopn Kim og vilja eigin kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Eins og sagt var í nýlegri frétt AP fréttaveitunnar óttast Suður-Kóreumenn að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Milli sjötíu og áttatíu prósent íbúa Suður-Kóreu vilja að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Á fundi erindrekanna var samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, samþykkt að vinna að sameiginlegri kjarnorkuvopnastefnu á næsta ári og halda heræfingar þar sem líkt verður eftir kjarnorkuárásum úr norðri.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Japan Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. 20. október 2023 18:12 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31
Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54
Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. 20. október 2023 18:12