Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:38 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, styður ekki þá ákvörðun að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Úkraínu. AP Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana. Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana.
Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08