Samkomulag á COP28 í höfn Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 07:35 Sultan al-Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar COP28, stóð upp og klappaði eftir að hafa tilkynnt að samkomulag var í höfn. AP COP28-loftsráðstefnunni í Dubaí lauk nú á áttunda tímanum sem tímamóta samkomulagi þar sem ríki heims eru hvött til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og klöppuðu á allsherjarfundi eftir að Sultan al-Jaber, forseti COP28, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hafi verið samþykkt án andmæla um klukkan sjö í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu COP-ráðstefnu. Margir hafa þó lýst óánægju með að ekki skuli hafa verið gengið lengra með því að tala um að stefnt skuli að algjörri útfösun á slíku eldsneyti. The moment history was made. Everyone came together from day one. Everyone united, everyone acted and everyone delivered. pic.twitter.com/KYsRN6Bu4K— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Fundað var í alla nótt um málið en þegar drög að samkomulagi lágu loks ljós fyrir tók það skamma stund að samþykkja tillöguna og risu ráðstefnugestir úr sætum og klöppuðu fyrir niðurstöðunni. Umrædd yfirlýsing er 21 síða að lengd með nærri tvö hundruð málsgreinum. Ekki er um bindandi skjal að ræða fyrir ríki heims en er talin marka leiðina til framtíðar. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Rætt var við Helgu Barðadóttur, formann sendinefndar Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. 13. desember 2023 06:14 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Sjá meira
Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og klöppuðu á allsherjarfundi eftir að Sultan al-Jaber, forseti COP28, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hafi verið samþykkt án andmæla um klukkan sjö í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu COP-ráðstefnu. Margir hafa þó lýst óánægju með að ekki skuli hafa verið gengið lengra með því að tala um að stefnt skuli að algjörri útfösun á slíku eldsneyti. The moment history was made. Everyone came together from day one. Everyone united, everyone acted and everyone delivered. pic.twitter.com/KYsRN6Bu4K— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Fundað var í alla nótt um málið en þegar drög að samkomulagi lágu loks ljós fyrir tók það skamma stund að samþykkja tillöguna og risu ráðstefnugestir úr sætum og klöppuðu fyrir niðurstöðunni. Umrædd yfirlýsing er 21 síða að lengd með nærri tvö hundruð málsgreinum. Ekki er um bindandi skjal að ræða fyrir ríki heims en er talin marka leiðina til framtíðar. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Rætt var við Helgu Barðadóttur, formann sendinefndar Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. 13. desember 2023 06:14 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Sjá meira
Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. 13. desember 2023 06:14