Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 13:29 Kristrún Frostadóttir gagnrýnir að fjöldi fyrirtækja sem leigi út íbúðir komist hjá því að greiða fasteignaskatt eins og fyrirtækjum beri að gera. Vísir Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent