Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 18:50 Vladimír Pútín og Sheikh Mohammed bin Zayed Al Nahyan, forsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í Abu Dhabi í morgun. AP/Sergei Savostyanov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum.
Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent