Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 14:01 Julius Maada Bio, forseti Síerra Leóne, segir öryggi hafa verið tryggt. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun í morgun. EPA/IBRAHIM BARRIE Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis. Síerra Leóne Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis.
Síerra Leóne Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira