Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2023 14:27 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar Modi heimsótti Bandaríkin í sumar. EPA/CHRIS KLEPONIS Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju. Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju.
Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira