Þingkona sakar kollega um byrlun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2023 22:16 Málið hefur vakið mikla athygli í Frakklandi. Vincent Koebel/Getty Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið. Frakkland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að Sandrine hafi óttast að hún fengi hjartaáfall eftir byrlunina. Hún segir öldungardeildarþingmanninn, sem hún hefur þekkt í tíu ár, hafa laumað E-töflu ofan í kampavínsglas sitt. Hann neitar sök. Sandrine, sem er þingkona miðjuflokksins MoDem, segir Joël hafa boðið sér síðasta þriðjudag að fagna með sér endurkjöri sínu til öldungadeildarinnar. Hann hafi fyrst boðið henni á veitingastað en síðan farið fram á að hún mætti heim til sín. Fiktaði stöðugt í ljósarofum Hann hafi borið fyrir sig að þar yrði minni hávaði, færra fólk og að hann myndi elda fajitas. Hann hafi þá hellt kampavíni í glas inni í eldhúsi á meðan hún var inni í stofu og segir Sandrine að hegðun hans hafi verið öll hin einkennilegasta. Öldungardeildarþingmaðurinn hafi stöðugt fiktað í ljósarofum og fært birtustigið í herberginu ýmist upp eða niður og ítrekað skálað við hana eins og til þess að fá hana til að drekka vínið alveg örugglega. „Ég leit fram í eldhús og sá hann setja lítinn poka ofan í skúffu. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir einkennum og áttaði mig á því að hann hefði verið með eiturlyf í höndunum. Ég fann fyrir hjartsláttartruflunum og sagði við sjálfa mig að ég yrði að flýja.“ Þingkonan segist hafa nýtt sér smáforrit í hvelli til þess að panta sér leigubíl á heimili öldungardeildarþingmannsins. Hún hafi sagt honum að hún þyrfti að fara aftur í vinnuna. Við hafi tekið hryllilegar tíu mínútur þar sem hann hafi fylgt henni niður í lyftunni þar sem hún hafi átt erfitt með að halda sér á fótum. Sandrine var hjálpað af leigubílstjóra og öðrum kollegum sem hringdu á sjúkrabíl. Þá segir Guardian að blóðprufur á spítalanum hafi leitt í ljós að þingkonan hafi sannanlega innbyrt E-töflur. Segist hafa farið glasavillt Sandrine hefur rætt atvikið opinskátt og segist með því vonast til þess að vekja konur til umhugsunar um byrlanir, sem hefði fjölgað til muna í Frakklandi. Hún segir hvern sem er geta lent í slíku, hvenær sem er og á hvaða aldri sem er. Joël Guerriau hefur verið vikið úr flokki sínum, miðjuflokknum Horizons, vegna málsins. Þá hafa kollegar hans kallað eftir því að hann segi af sér þingmennsku. Hann var handtekinn vegna málsins og einnig fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Lögmaður hans hefur fullyrt að öldungardeildarþingmaðurinn hafi ekki ætlað sér að byrla þingkonunni. Hann hafi ekki vitað hvernig efni væri um að ræða og þá hafi hann farið glasavillt þegar hann rétti þingkonunni glasið.
Frakkland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira