Shakira semur um skattalagabrotin Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 10:41 Shakria fór ásamt lögfræðiteymi sínu í dómstól í Barselóna í dag þar sem réttarhöld áttu að hefjast. EPA Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur. Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur.
Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira