Shakira semur um skattalagabrotin Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 10:41 Shakria fór ásamt lögfræðiteymi sínu í dómstól í Barselóna í dag þar sem réttarhöld áttu að hefjast. EPA Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur. Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur.
Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira