Erlent

Rosalynn Carter er látin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Carter var forsetafrú Bandaríkjanna árin 1977 til 1981.
Carter var forsetafrú Bandaríkjanna árin 1977 til 1981. AP

Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 

Rosalynn var eiginkona forsetans Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna. carter gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981.

Carter-samtökin greindu frá andlátinu í yfirlýsingu í dag. Þar segir að Carter hafi átt friðsamlegt andlát umkringd nánustu fjölskyldu.

Carter greindist með heilabilun í maí. Á föstudag var tilkynnt að hún hefði verið flutt á dvalarheimili í Georgíuríki og að hún dveldi þar ásamt eiginmanninum. Jimmy, sem varð 99 ára í október, hefur dvalið á dvalarheimili síðan í febrúar. 

Jimmy og Rosalynn Carter héldu upp á 77. brúðkaupsafmæli sitt í júlí, og eru þau lengst giftu forsetajón í sögu Bandaríkjanna. Saman áttu þau fjögur börn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×