Erlent

Danskur stjórnarþingmaður á fimm­tán ára gamla kærustu

Árni Sæberg skrifar
Lars Løkke er ekki ánægður með Mike.
Lars Løkke er ekki ánægður með Mike. Vísir

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, tilkynnti í gær að samflokksmaður hans á danska þinginu, Mike Villa Fonseca, væri kominn í veikindaleyfi eftir að upp komst að hann eigi fimmtán ára gamla kærustu.  „Ég er orðlaus,“ segir formaðurinn.

Í frétt Ekstra bladet um málið segir að Fonseca hafi farið í veikindaleyfi frá störfum sínum á þinginu ásamt því að segja sig úr flokknum.

„Ég hef reynt að halda einkalífi mínu og vinnunni aðskyldu,“ sagði Fonseca við TV 2 í gærkvöldi og bætti við að um væri að ræða „sanna ást“ milli hans og stúlkunnar, sem er í níunda bekk í grunnskóla.

Lars Løkke Rasmussen segir að „ástarsambandið“ sé skýrt brot á siðareglum Moderaterne, þar sem segi að stranglega bannað sé að vera í sambandi með barni undir átján ára aldri.

„Við getum ekki verið með menn sitjandi á þingi sem eru í föstu kynferðislegu sambandi með barni.“ 

Heimildir Ekstra bladet herma að forysta og almennir flokksmenn Moderaterne séu í áfalli vegna málsins. Þá er ljóst að málið gæti haft töluverð áhrif á stjórnmálin í Danmörk þar sem ríkisstjórnin fer nú aðeins með eins manns meirihluta á þinginu, eftir brottrekstur Fonseca úr Moderaterne.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×