WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2023 11:01 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur. AP/Jerome Delay Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær. Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Sjá meira
Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær.
Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“