Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 07:08 Mazouk segir ómögulegt að sleppa gíslunum á meðan árásir Ísraelsmanna standa yfir. Netanyahu segir hlé ekki verða gerð fyrir en gíslunum verður sleppt. epa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði stjórnvöld myndu íhuga að gera stutt hlé á árásum sínum, klukkustund hér og klukkustund þar, til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa eða gíslum út en sagðist ekki sjá vopnhlé fyrir sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Netanyahu í síma í gær og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael en lagði einnig áherslu á að vernda þyrfti almenna borgara. Þá ræddu þeir einnig svokölluð mannúðarhlé. Stjórnvöld vestanhafs eru hins vegar sögð deila þeim áhyggjum Ísraelsmanna að Hamas-samtökin myndu notfæra sér vopnahlé til að endurskipuleggja sig. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði í gær að unnið væri að því að elta uppi og finna einstaklinga sem færu fyrir aðgerðum Hamas. Tortíming þeirra myndi torvelda Hamas-liðum að gera gagnárásir. Háttsettur leiðtogi Hamas, Moussa Abu Marzouk, sagði í samtali við BBC á laugardag að það væri ekki rétt að Hamas-liðar hefðu drepið almenna borgara í árásum sínum 7. október síðastliðinn, heldur hefðu hermenn verið skotmarkið. Um hreina og beina lygi er að ræða en mikið magn sönnunargagna sýnir hvernig börn, konur og menn voru drepnir af engu tilefni. Þegar Marzouk var sýnt eitt slíkt myndskeið neitaði hann að tjá sig. Greint var frá viðtalinu við Marzouk í gær og haft eftir honum að Hamas gæti ekki sleppt þeim 200 gíslum sem voru teknir á meðan árásir Ísraelsmanna stæðu yfir. „Við munum sleppa þeim en við þurfum að stöðva átökin,“ sagði hann. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði áköll eftir mannúð í gær og sagði að Gasa væri að verða grafreitur fyrir börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“