Erlent

Tugir látnir eftir jarð­skjálfta í Nepal

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Skjálftinn fannst meðal annars í Katmandú, sem er 500 kílómetrum frá upptökum skjálftans.
Skjálftinn fannst meðal annars í Katmandú, sem er 500 kílómetrum frá upptökum skjálftans. USGS

Að minnsta kosti 69 eru látnir eftir harðan jarðskjálfta í Nepal. Eyðileggingin er töluverð og fannst skjálftinn, sem var 5,6 að stærð, víða.

Skjálftinn átti upptök sín í Jajarkot í héraðinu Karnali, sem er tæpa fimm hundruð kílómetra frá Katmandú, höfuðborg Nepal.

Um 190 þúsund manns búa í Jajarkot. Björgunarstörf standa nú yfir en embættismenn óttast að fleiri eigi eftir að finnast látin.

Eins og fyrr segir er eyðileggingin mikil og birtu fjölmiðlar í Nepal myndskeið sem sýna hús í rúst. Skjálftinn fannst alla leið til höfuðborgarinnar að sögn íbúa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×