Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flugvélinni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2023 21:57 Hjónin flugu með Air Canada. Getty/Smith Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast. Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann. Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann.
Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira