Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 12:44 Bjarni segir að forstætisráðuneytið hafi haft allar þær upplýsingar um afstöðu Íslands áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. vísir/vilhelm Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Reiði hefur gosið upp og snýr hún ekki síst að stöðu Vinstri grænna og samstarfsins í ríkisstjórninni. Þingflokkur Vinstri grænna hefur mótmælt því hvernig atkvæðinu var ráðstafað og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún hafi ekki verið höfð með í ráðum. Katrín segir ekkert samráð hafa verið haft við sig „Nei, það var nú ekkert samráð haft við mig. En hins vegar lá fyrir að afstaða Íslands var alveg skýr fyrir atkvæðagreiðsluna. Hún var sú að við styðjum vopnahlé af mannúðarástæðum, við teljum mjög brýnt að átökin verði stöðvuð, að það skapist líka færi til að koma hjálpargögnum og neyðarbirgðum inn á svæðið,“ sagði Katrín meðal annars. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur aðra sögu að segja. Hann var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu: Hvers vegna var ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en þessi ákvörðun var tekin? „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum greiða atkvæði hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóða fulltrúann. Það var ekki sérstök þörf á viðbótar samráði því ég tel að við höfum einfaldlega verið að framfylgja þeirri stefnu sem við höfðum komið okkur saman um.“ Breytingartillaga Kanada setti strik í reikninginn Bjarni sagði að nauðsynlegt hafi verið að samþykkt á breytingartillögu Kanada hefði verið til staðar svo samþykkja mætti tillöguna. Kröfu um að öllum gíslum yrði sleppt lausum og það var aðalástæðan fyrir því að ekki var hægt að greiða atkvæði með tillögunni. Bjarni svaraði spuringu um ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar, hvort þetta gæti talist enn eitt sprekið á þann eld, með annarri spurningu: „Í hverju liggur ágreiningurinn í raun og veru?“ Bjarni sagði að sendinefndin hefði tekið undir og kallað eftir mannúðarhléi en taldi mikilvægt að áðurnefndu ákvæði, tillögu Kanada, yrði haldið til haga. Því sat Ísland hjá.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46