Erlent

Býður sig fram til formanns í Ven­stre

Atli Ísleifsson skrifar
Jakob Ellemann-Jensen og Troels Lund Poulsen á blaðamannafundinum á mánudag þegar Elleman-Jensen tilkynnti um afsögn sína.
Jakob Ellemann-Jensen og Troels Lund Poulsen á blaðamannafundinum á mánudag þegar Elleman-Jensen tilkynnti um afsögn sína. AP

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formennsku í Venstre. Hann segir að hann og varaformaðurinn Stephanie Lose geti saman myndað sterka forystu í flokknum.

Framboð Lund Poulsen kemur í kjölfar tilkynningar Jakob Elleman-Jensen um að segja af sér formennsku í flokknum og ráðherraembætti og láta af afskiptum af stjórnmálum.

Lund Poulsen greindi frá ákvörðun sinni í morgun, en ný forysta flokksins verður valin á landsfundi 18. til 19. nóvember næstkomandi. Þar sagði ennfremur að Lund muni taka við ráðherraembætti í ríkisstjórninni, fari svo að Lund Poulsen verður valinn formaður.

Hinn 47 ára Lund Poulsen hefur setið á þingi frá árinu 2001 og gegnt fjöldann allan af ráðherraembættum, meðal annars umhverfisráðherra, skattamálaráðherra, menntamálaráðnetta, viðskiptaráðherra og vinnumarkaðsráðherra.

Við myndun ríkisstjórnar Jafnaðarmanna, Venstre og Moderaterne í lok síðasta árs tók Lund Poulsen við embætti ráðherra efnahagsráðherra. Þegar Elleman-Jensen fór í veikindaleyfi í febrúar á þessu ári til ágústmánaðar var Lund Poulsen starfandi varnarmálaráðherra. Í lok ágúst skiptust þeir Lund Poulsen og Ellenam-Jensen svo á ráðherraembættum þannig að Lund Pulsen varð varnarmálaráðherra en Elleman-Jensen efnahagsráðherra. Það var gert eftir að Elleman-Jensen baðst afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit.

Þegar Elleman-Jensen tilkynnti um afsögn sína á mánudag tók Lund Poulsen við skyldum Elleman-Jensen sem ráðherra. Hann er því nú varnarmálaráðherra, efnahagsráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Jakob Elleman-Jen­sen hættir í stjórn­málum

Jakob Elleman-Jensen, efnahagsmálaráðherra Danmerkur og formaður stjórnarflokksins Venstre, hyggst hætta sem formaður Venstre og segja skilið verið stjórnmálin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×