Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 17:12 Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar og Ólafur H. Kristjánsson, nýr þjálfari Þróttar, sáttir á Þróttaravellinum í Laugardal í Reykjavík. Þróttur Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Þróttar. Ólafur, sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem var nýverið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Nik hafði stýrt liðinu frá árinu 2016. Þar segir að Ólafur eigi að baki mjög farsælan feril sem leikmaður og þjálfari og lék hér á landi með FH og KR og í Danmörku með AGF þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2000, en tók þá við þjálfun hjá félaginu. „Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur hefur náð framúrskarandi árangri sem þjálfari, hann tók við Fram árið 2004 þegar hann sneri heim frá Danmörku, gerði karlalið Breiðabliks að bikarmeisturum árið 2009 og Íslandsmeisturum árið eftir. Síðar þjálfaði hann Nordsjælland og Randers í efstu deild, sem og Esbjerg í næst efstu deild í Danmörku og þar á milli FH í efstu deild á Íslandi. Nú síðast var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur hefur lokið æðstu gráðum í þjálfun og hefur um margra ára skeið kennt á þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ og miðlað af reynslu sinni til annarra þjálfara. Þá hefur hann verið fastagestur á heimilum landsmanna í tengslum við útsendingar af stórmótum í knattspyrnum, bæði hjá konum og körlum, segir í tilkynningunni. Ólafur mun strax hefja störf hjá Þrótti. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Nik þar sem hann ræðir viðskilnaðinn við Þrótt. Sýnir metnað félagsins Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að ráðning Ólafs H. Kristjánssonar sýni þann metnað sem einkenni allt starf knattspyrnudeildar Þróttar þessa dagana. „Með henni stígum við stórt skref og sköpum forsendur til að halda áfram að bæta árangur kvennaliðsins ár frá ári. Ólafur verður frábær viðbót við þann þjálfarahóp sem starfar hjá Þrótti og reynsla hans og þekking á knattspyrnu mun nýtast félaginu vel á fjölmörgum sviðum. Við hlökkum til samstarfsins og vitum að Þróttararsamfélagið allt fagnar þessari ráðningu og þeim stórhug sem hún sýnir,“ segir Kristján. Mjög spenntur Þá er haft eftir Ólafi að hann sé mjög spenntur að taka við kvennaliði Þróttar sem hafi verið í fremstu röð í íslenskum kvennafótbolta undanfarin ár. „Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig og ég trúi því að við getum gert liðið enn betra en það er í dag. Ég tek við góðu búi og lít á það sem mjög verðugt verkefni að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í Þrótti.“ Þróttur Reykjavík Besta deild karla Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33 „Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Þróttar. Ólafur, sem síðast var yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem var nýverið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Nik hafði stýrt liðinu frá árinu 2016. Þar segir að Ólafur eigi að baki mjög farsælan feril sem leikmaður og þjálfari og lék hér á landi með FH og KR og í Danmörku með AGF þar sem hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2000, en tók þá við þjálfun hjá félaginu. „Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur H. Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur hefur náð framúrskarandi árangri sem þjálfari, hann tók við Fram árið 2004 þegar hann sneri heim frá Danmörku, gerði karlalið Breiðabliks að bikarmeisturum árið 2009 og Íslandsmeisturum árið eftir. Síðar þjálfaði hann Nordsjælland og Randers í efstu deild, sem og Esbjerg í næst efstu deild í Danmörku og þar á milli FH í efstu deild á Íslandi. Nú síðast var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur hefur lokið æðstu gráðum í þjálfun og hefur um margra ára skeið kennt á þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ og miðlað af reynslu sinni til annarra þjálfara. Þá hefur hann verið fastagestur á heimilum landsmanna í tengslum við útsendingar af stórmótum í knattspyrnum, bæði hjá konum og körlum, segir í tilkynningunni. Ólafur mun strax hefja störf hjá Þrótti. Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Nik þar sem hann ræðir viðskilnaðinn við Þrótt. Sýnir metnað félagsins Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að ráðning Ólafs H. Kristjánssonar sýni þann metnað sem einkenni allt starf knattspyrnudeildar Þróttar þessa dagana. „Með henni stígum við stórt skref og sköpum forsendur til að halda áfram að bæta árangur kvennaliðsins ár frá ári. Ólafur verður frábær viðbót við þann þjálfarahóp sem starfar hjá Þrótti og reynsla hans og þekking á knattspyrnu mun nýtast félaginu vel á fjölmörgum sviðum. Við hlökkum til samstarfsins og vitum að Þróttararsamfélagið allt fagnar þessari ráðningu og þeim stórhug sem hún sýnir,“ segir Kristján. Mjög spenntur Þá er haft eftir Ólafi að hann sé mjög spenntur að taka við kvennaliði Þróttar sem hafi verið í fremstu röð í íslenskum kvennafótbolta undanfarin ár. „Framtíðarsýn Þróttara hefur heillað mig og ég trúi því að við getum gert liðið enn betra en það er í dag. Ég tek við góðu búi og lít á það sem mjög verðugt verkefni að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í Þrótti.“
Þróttur Reykjavík Besta deild karla Reykjavík Tengdar fréttir Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33 „Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Nik Chamberlain tekur við kvennaliði Breiðabliks Nik Chamberlain hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvennalið Breiðabliks í Bestu deildinni næstu þrjú árin. 18. október 2023 14:33
„Hreint út sagt algjör martröð“ Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. 20. október 2023 09:01