Veður

Norð­læg átt og dá­lítil él norðan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður frá frostmarki og að átta stigum þar sem mildast verður syðst.
Hiti á landinu verður frá frostmarki og að átta stigum þar sem mildast verður syðst. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum á norðanverðu landinu, sér í lagi við ströndina, en minnkandi úrkoma síðdegis.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hægur vindur syðra og víða þurrt. Hiti á landinu verður frá frostmarki og að átta stigum þar sem mildast verður syðst.

„Á þriðjudag og meira og minna út vikuna er gert ráð fyrir ákveðinni suðaustanátt með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands, einkum fyrripart vikunnar en vætusamara syðst seinnihluta vikunar. Lengst af þurrt fyrir norðan. Fremur hlýtt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig, svalast norðaustantil.

Á miðvikudag og fimmtudag: Suðaustan 10-18, hvassast við suðvesturströndina. Dálítil væta, en þurrt norðanlands. Bætir í úrkomu suðvestantil á fimmtudag. Fremur hlýtt.

Á föstudag og laugardag: Suðaustlæg átt, milt og vætusamt, einkum syðst, en úrkomulítið á Norðurlandi.

Á sunnudag: Útlit fyrir austanátt. Rigning á köflum suðaustantil, en annars víða þurrt. Hiti 3 til 8 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×