Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 11:53 Blinken og Netanyahu tókust innilega í hendur áður en blaðamannafundurinn hófst. AP/Jacquelyn Martin „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“ Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira