Innrás virðist yfirvofandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:19 Stúlku bjargað úr rústum á Gaza. Um 250 þúsund manns dvelja nú í skýlum á vegum Sameinuðu þjóðanna en ástandið í borginni er sagt munu versna til muna á næstu dögum. AP/Fatima Shbair Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gaza, þar á meðal 300.000 varaliðum. Svo virðist sem innrás sé yfirvofandi ef marka má Jonathan Conricus, talsmann hersins. Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira