Veður

Dregur úr vindi og líkur á nætur­frosti víða

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu tvö til sjö stig í dag. Það mun þó frysta allvíða í kvöld.
Gert er ráð fyrir að hiti verði á bilinu tvö til sjö stig í dag. Það mun þó frysta allvíða í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu tvö til sjö stig, en að muni frysta allvíða í kvöld.

„Hægur vindur og léttskýjað veður eru kjöraðstæður fyrir kólnun þegar kvöldar og það er útlit fyrir að það verði víða frost í nótt.

Á morgun gengur í suðvestan golu eða kalda, en stinningskalda um landið norðvestanvert. Það þykknar upp vestanlands og sums staðar dálítil væta á þeim slóðum, en sólríkt austantil á landinu. Hitinn mjakast uppávið aftur og verður 2 til 7 stig þegar kemur fram á morgundaginn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestan 3-10 m/s, en 10-15 um landið norðvestanvert. Þykknar upp vestanlands og sums staðar lítilsháttar væta, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.

Á sunnudag: Suðvestan 5-15, hvassast á norðanverðu landinu. Víða dálítil væta, en þurrt suðaustan- og austanlands. Hiti 4 til 10 stig.

Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning. Hiti 4 til 9 stig. Norðlægari og slydda á Vestfjörðum um kvöldið með kólnandi veðri.

Á þriðjudag: Gengur í hvassa norðanátt með rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla. Þurrt að kalla sunnanlands síðdegis. Hiti 0 til 6 stig, mildast við suðurströndina.

Á miðvikudag: Minnkandi norðanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjart sunnan heiða. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag: Breytileg átt með rigningu á sunnanverðu landinu, en slyddu eða snjókomu norðantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×