Besta upphitunin: Segir mömmu sína ekki hafa þorað því að reyna að fá hana yfir í Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 11:01 Ásta Eir Árnadóttir í leik með Breiðabliki en getur ekki spilað með liðinu í dag vegna meiðsla. Vísir/Vilhelm Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunþætti sínum fyrir 23. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira