Erlent

Hand­sprengju­brot hafi fundist í líkum í flakinu

Árni Sæberg skrifar
Jevgení Prígósjín dó þegar flugvél hans féll til jarðar nærri Moskvu í ágúst.
Jevgení Prígósjín dó þegar flugvél hans féll til jarðar nærri Moskvu í ágúst. AP/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst.

Rússneski auðjöfurinn og eigandi málaliðhópsins Wagner lést í ágúst síðastliðnum þegar flugvél hans hrapaði til jarðar þegar hann var á leið til Pétursborgar til Moskvu. 

Því hefur verið haldið fram að flugvélin hafi verið skotin niður en einnig er talið að sprengja gæti hafa sprungið um borð.

Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum málum. Alls voru tíu um borð í flugvélinni. Þrír voru í áhöfn hennar en einnig voru nokkrir af leiðtogum Wagner.

Pútin sagði á fundi Valdai-hópsins í Moskvu í dag að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum þeirra um borð og útilokaði að utanaðkomandi eldflaug hafi grandað flugvélinni. Þetta hafi verið niðurstaða rannsakenda á dögunum. Rannsakendur hafa ekki gefið út skýrslu sína um tildrög þess að flugvélin hrapaði.


Tengdar fréttir

Kreml tek­ur yfir stjórn Wagn­er í Mið-Afrík­u­lýð­veld­in­u

Ráðamenn í Mið-Afríkulýðveldinu segja ríkisstjórn Rússlands hafa tekið yfir stjórn rúmlega þúsund málaliða Wagner group þar í landi. Málaliðarnir hafa haft viðveru í Mið-Afríkulýðveldinu í um fimm ár en lengst af voru þeir undir stjórn rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín.

Barist um Wagner-veldið

Eftir að rússneski auðjöfurinn og stríðsherrann Jevgení Prígósjín dó í Rússlandi í síðasta mánuði hafa mismunandi fylkingar í Rússlandi barist um yfirráð yfir viðskiptaveldi hans. Barátta þessi fer fram í þremur heimsálfum en verðmætasti hluti veldis Prígósjíns var í Afríku.

Ætla ekki að rann­saka flug­vélar­hrap Prigoz­hin eftir al­þjóða­reglum

Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×