Fyrsti atvinnumaður Íslands hefði orðið hundrað ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 14:01 Albert Guðmundsson frá tíma sínum sem leikmaður Arsenal. Getty/S&G/PA Íslenska knattspyrnugoðsögnin Albert Guðmundsson fæddist 5.október 1923 og hefði því haldið upp á hundrað ára afmælið sitt í dag hefði hann lifað. Albert lést árið 1994. Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr. Valur KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr.
Valur KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira