Veður

Svalast norðan­til en mildara fyrir sunnan

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir hita á bilinu þremur til ellefu stigum.
Gert er ráð fyrir hita á bilinu þremur til ellefu stigum. Vísir/Vilhelm

Spáð er áframhaldandi lægðagangi fyrir sunnan og austan land sem mun beina hingað austan- og norðaustanáttum. Lægð gerist nærgöngul á morgun og verður því allhvass eða hvasst við suðurströndina.

Veðurstofan spáir austlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu þar sem hvassast á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir hita á bilinu þremur til ellefu stigum þar sem svalast verður á norðanverðu landinu, en mildara syðra.

„Lægðasvæðin fjarlægjast er nær dregur helgi og hæð færist yfir landið, en lægir því, léttir til og kólnar í veðri.

Á sunnudag kemur lægð vestan frá Grænlandi og gengur í suðvestanstrekking með rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnar heldur í bili,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austlæg átt, víða 5-13 m/s, en hvessir heldur með suðuströndinni um kvöldið. Lítilsháttar rigning á Suður- og Vesturlandi, en annars stöku él. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil.

Á föstudag: Austan- og norðaustan 8-15 m/s, hvassast við suðurströndina. Skýjað að mestu, en stöku skúrir eða él á víð og dreif. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag: Útlit fyrir suðvestlæga vinda, strekking norðvestantil, en annars mun hægari. Skýjað með köflum og úrkomulaust að kalla, en stöku skúrir vestanlands. Hiti 1 til 6 stig að deginum.

Á sunnudag og mánudag: Líklega suðvestanstrekkingur með rigningu, en þurrviðri fyrir austan. Hlýnar í bili.

Á þriðjudag: Gengur væntanlega í norðanhvassviðri með slyddu eða rigningu, en léttir til syðra og kólnar í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×