Veður

Hvasst á vestan­verðu landinu og vara­samar að­stæður geta skapast

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu fjögur til tólf stig í dag.
Hiti verður á bilinu fjögur til tólf stig í dag. Veðurstofan

Veðurstofan spáir norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu en hvassara í vindstrengjum við fjöll á vestanverðu landinu. Staðbundið geta myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi.

Á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með rigningu norðan- og austanlands, en bjart að mestu sunnan heiða.

Hiti verði á bilinu fjögur til tólf stig, mildast syðst.

„Norðan og norðaustan 5-13 á morgun. Víða rigning um landið norðanvert, en stöku skúrir sunnanlands. Kólnar lítillega,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Rigning um landið norðanvert, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 3 til 9 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag: Austan og norðaustan 5-13. Rigning með köflum á Suður- og Vesturlandi, en skúrir eða él um landið norðaustanvert. Hiti frá 1 stigi í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 8 stig suðvestantil.

Á fimmtudag: Austan og norðaustan 5-13, en hvessir við suðurströndina. Stöku él, en dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi. Kólnar heldur.

Á föstudag: Gengur í hvassa austan- og norðaustanátt með rigningu, en snjókomu til fjalla um landið norðanvert. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag: Hvöss austanátt og rigning, en dregur úr vindi með deginum. Hlýnar í veðri.

Á sunnudag: Breytileg átt og væta með köflum. Hiti 5 til 11 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×