Ómar Ingi: Erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. október 2023 19:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK tapaði í kvöld 0-1 fyrir ÍBV í Kórnum í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið eru harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni en leikurinn réðist á umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á 30. mínútu leiksins. Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira