Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2023 20:01 Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, á verðugt verkefni fyrir höndum. Vísir/Einar Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn. Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Sjá meira
Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn.
Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Sjá meira