Samkvæmt hollenskum miðlum mun byssumaðurinn hafa hleypt af skotum í húsi, þar sem tveir slösuðust, áður en hann kveikti í húsinu. Talsmaður lögreglunnar í Rotterdam segir þann grunaða í framhaldinu hafa farið á Erasmus sjúkrahúsið í borginni þar sem seinni skotárásin átti sér stað.
Hollenskir miðlar segja aðeins einn vera grunaðan um ódæðið. Fyrrnefndan byssumann sem var handtekinn á sjúkrahúsinu. Lögregla segir manninn mögulega hafa ekið um á mótorhjóli. Þá hafi hann verið í herklæðnaði, með svart hár, bakpoka, heyrnartól og skammbyssu.


Hafði áður komið við sögu lögreglu
Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að maðurinn hefði áður komið við sögu lögreglu. Hann hafði verið dæmdur fyrir dýraníð fyrir tveimur árum síðan.
Hinn seki heitir Fouad L að sögn hollenskra miðla. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ekki er ljóst hvers vegna hann stóð fyrir árásinni á þessari stundu.
Fréttin hefur verið uppfærð.