Erlent

Skot­á­rás í Rotter­dam: Þrír látnir og byssu­maður hand­tekinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsfólk sjúkrahússins slúði út.
Starfsfólk sjúkrahússins slúði út. EPA/BAS CZERWINSKI

32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið.

Samkvæmt hollenskum miðlum mun byssumaðurinn hafa hleypt af skotum í húsi, þar sem tveir slösuðust, áður en hann kveikti í húsinu. Talsmaður lögreglunnar í Rotterdam segir þann grunaða í framhaldinu hafa farið á Erasmus sjúkrahúsið í borginni þar sem seinni skotárásin átti sér stað.

Hollenskir miðlar segja aðeins einn vera grunaðan um ódæðið. Fyrrnefndan byssumann sem var handtekinn á sjúkrahúsinu. Lögregla segir manninn mögulega hafa ekið um á mótorhjóli. Þá hafi hann verið í herklæðnaði, með svart hár, bakpoka, heyrnartól og skammbyssu.

Starfsmenn sjúkrahússins á hlaupum.EPA/BAS CZERWINSKI
Lögreglumenn við sjúkrahúsið í dag.BAS CZERWINSKI

Hafði áður komið við sögu lögreglu

Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að maðurinn hefði áður komið við sögu lögreglu. Hann hafði verið dæmdur fyrir dýraníð fyrir tveimur árum síðan.

Hinn seki heitir Fouad L að sögn hollenskra miðla. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Ekki er ljóst hvers vegna hann stóð fyrir árásinni á þessari stundu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frétt BBC.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.