Íslenski boltinn

Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Höskuldur sést hér í baráttunni við Birni Snæ sem skoraði mark Víkings. 
Höskuldur sést hér í baráttunni við Birni Snæ sem skoraði mark Víkings.  Vísir / Hulda Margrét

„Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 

Höskuldur segir orkustig leikmanna hafa verið hátt fyrir þessa viðureign, þeir hafi ekki ætlað sér að lúffa fyrir Íslandsmeisturunum og erkifjendum sínum í Víkingi. Hann kveðst ánægður með að liðið sýni loks sömu ákefð í deildinni og þeir hafa gert í Evrópuleikjum sínum. 

„Það er erfitt að meta það svona strax eftir en mér fannst við mæta með gott orkustig, sem hefur aðeins vantað hjá okkur undanfarið í deildinni. Skiljanlega kannski, það er miklu erfiðara en maður heldur að ætla alltaf að sýna topp frammistöðu. Það hefur farið þannig að meiri orka hefur farið í Evrópu en við vorum staðráðnir í því núna að ná sömu frammistöðu og sama karakter og við sýndum úti í Tel Aviv.“ 

Hann segir mikla orku á þessu tímabili hafa farið í baráttuna um að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, liðið hafi sett sér það markmið og sé létt loks þegar það náðist. 

„Nú er enginn tími til að... þetta er bara veisla, pressan er að mestu leyti farin í Evrópu að því leyti að við gerðum miklar kröfur til okkar sjálfra að fara í riðlakeppni og það tók meira á andlega en maður hélt.“

Fyrirliðinn hélt áfram að minnast á verkefnið sem Blikar hófu síðastliðinn fimmtudag, riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, hann segir þá meira en þátttakendur þar. 

„Við erum ekkert bara þarna til að hafa gaman, langt því frá, en maður hefur samt engu að tapa núna í þessum riðlakeppnisleikjum. Það losar aðeins um orkuna“ sagði Höskuldur að lokum. 


Tengdar fréttir

Hetjuleg barátta Blika í Tel Aviv

Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í Sambandsdeildinni í kvöld en lokatölur voru 3-2. Klæmint Olsen skoraði bæði mörk Breiðabliks.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.