Samkvæmt umfjöllun brasilíska miðilsins Metrópoles mun maðurinn hafa setið við hliðina á stelpunni í flugvél á leið frá Englandi til Sao Paulo. Stúlkan er undir átján ára aldri og ferðaðist ein.
Sofnaði stúlkan í vélinni og vaknaði hún við það að Íslendingurinn káfaði á henni. Var hann handtekinn stuttu eftir lendingu á Guarulhos-flugvelli og vistaður í fangageymslu lögrelu.