Erlent

Ís­lendingur hand­tekinn í Brasilíu fyrir að á­reita ung­ling kyn­ferðis­lega

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn var handtekinn á Guarulhos-flugvelli í Sao Paulo.
Maðurinn var handtekinn á Guarulhos-flugvelli í Sao Paulo. Getty

Íslenskur karlmaður var á föstudag handtekinn á flugvelli í Sao Paulo í Brasilíu fyrir að áreita unga stelpu kynferðislega. 

Samkvæmt umfjöllun brasilíska miðilsins Metrópoles mun maðurinn hafa setið við hliðina á stelpunni í flugvél á leið frá Englandi til Sao Paulo. Stúlkan er undir átján ára aldri og ferðaðist ein. 

Sofnaði stúlkan í vélinni og vaknaði hún við það að Íslendingurinn káfaði á henni. Var hann handtekinn stuttu eftir lendingu á Guarulhos-flugvelli og vistaður í fangageymslu lögrelu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×