Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 18:27 Úlfur Arnar sést hér hægra megin. mynd/Fjölnir Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar. “Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum. Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
“Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum.
Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12
Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50