Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 16:51 Mateusz Morawiecki forsætisráðherra var alls ekki sáttur með ummæli Úkraínuforseta. Getty/Vogel Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. Pólland hefur hingað til verið meðal helstu bandamanna Úkraínu síðan innrás Rússa hófst. Deila um innflutning á korni hefur magnast undanfarið og deila vinaþjóðirnar nú hart hvor á aðra. Pólverjar lýstu því yfir í vikunni að þeir myndu hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og þá var sendiherra Úkraínu kallaður á teppið í Póllandi vegna orða sem Selenskí Úkraínuforseti lét falla hjá Sameinuðu þjóðunum. Það eru einmitt þessi orð Selenskí sem urðu kveikjan að pirringi Mateuszar Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Volódímír Selenskí sagði að sumar þjóðir hefðu bara verið að þykjast í samstöðu sinni með Úkraínu. Pólsk stjórnvöld tóku þetta afar óstinnt upp og sögðust hafa staðið þétt við bakið á Úkraínu allt frá byrjun. Morawiecki lýsti því svo yfir á fimmtudag að vopnasendingar yrðu stöðvaðar. „Ég vil biðja Selenskí um að móðga Pólverja aldrei framar, eins og hann gerði í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. Pólska þjóðin mun aldrei leyfa þessu að viðgangast. Það er ekki bara hluti af starfi mínu og skyldu að vernda heiður þjóðarinnar. Það er mikilvægasta verkefni pólsku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Morawiecki á fjöldafundi í gær, samkvæmt CNN. Á myndinni eru félagarnir á meðan allt lék í lyndi: Volódímír Selenskí forseti Úkraínu og Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands.Getty/Marques Andrzej Duda, forseti Póllands, dró aðeins úr orðum forsætisráðherrans um vopnasendingarnar og sagði hann aðeins hafa átt við að nýrri vopn yrðu ekki send til Úkraínu. Það er, að keypt yrðu vopn fyrir pólska herinn en eldri varningur gæti mögulega farið til Úkraínumanna. Deilan um kornið snýst í stuttu máli um að Evrópusambandið hafði bannað frjálsan innflutning á korni til fimm landa í grennd við Úkraínu, til þess að vernda innlenda framleiðslu. Því banni hefur nú verið aflétt en Ungverjar, Slóvakar og Pólverjar hafa ákveðið að halda banninu áfram fyrir sitt leyti. Þetta hefur hleypt illu blóði í Úkraínumenn sem hafa kært ákvörðunina til Alþjóðavipskiptastofnunarinnar. Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira
Pólland hefur hingað til verið meðal helstu bandamanna Úkraínu síðan innrás Rússa hófst. Deila um innflutning á korni hefur magnast undanfarið og deila vinaþjóðirnar nú hart hvor á aðra. Pólverjar lýstu því yfir í vikunni að þeir myndu hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og þá var sendiherra Úkraínu kallaður á teppið í Póllandi vegna orða sem Selenskí Úkraínuforseti lét falla hjá Sameinuðu þjóðunum. Það eru einmitt þessi orð Selenskí sem urðu kveikjan að pirringi Mateuszar Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Volódímír Selenskí sagði að sumar þjóðir hefðu bara verið að þykjast í samstöðu sinni með Úkraínu. Pólsk stjórnvöld tóku þetta afar óstinnt upp og sögðust hafa staðið þétt við bakið á Úkraínu allt frá byrjun. Morawiecki lýsti því svo yfir á fimmtudag að vopnasendingar yrðu stöðvaðar. „Ég vil biðja Selenskí um að móðga Pólverja aldrei framar, eins og hann gerði í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. Pólska þjóðin mun aldrei leyfa þessu að viðgangast. Það er ekki bara hluti af starfi mínu og skyldu að vernda heiður þjóðarinnar. Það er mikilvægasta verkefni pólsku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Morawiecki á fjöldafundi í gær, samkvæmt CNN. Á myndinni eru félagarnir á meðan allt lék í lyndi: Volódímír Selenskí forseti Úkraínu og Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands.Getty/Marques Andrzej Duda, forseti Póllands, dró aðeins úr orðum forsætisráðherrans um vopnasendingarnar og sagði hann aðeins hafa átt við að nýrri vopn yrðu ekki send til Úkraínu. Það er, að keypt yrðu vopn fyrir pólska herinn en eldri varningur gæti mögulega farið til Úkraínumanna. Deilan um kornið snýst í stuttu máli um að Evrópusambandið hafði bannað frjálsan innflutning á korni til fimm landa í grennd við Úkraínu, til þess að vernda innlenda framleiðslu. Því banni hefur nú verið aflétt en Ungverjar, Slóvakar og Pólverjar hafa ákveðið að halda banninu áfram fyrir sitt leyti. Þetta hefur hleypt illu blóði í Úkraínumenn sem hafa kært ákvörðunina til Alþjóðavipskiptastofnunarinnar.
Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45