Vill taka neitunarvaldið af Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2023 16:59 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Craig Ruttle Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. Selenskí sagði flest alla í heiminum sjá að stríðið í Úkraínu væri óréttlætanlegt landvinningastríð. Hann sagðist þakklátur öllum sem hefðu viðurkennt Rússland sem árásaraðilann og sagði það að hjálpa Úkraínumönnum vera það sama og að verja stofnunarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að gera þyrfti breytingar á Öryggisráðinu og svipta Rússland neitunarvaldi þar. „Það er ómögulegt að binda enda á stríðið þar sem allar ályktanir eru stöðvaðar af árásaraðilanum.“ Fimm ríki hafa fast sæti í öryggisráðinu og neitunarvald. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Þá ítrekaði Selenskí tíu liða friðaráætlun Úkraínu. Nana Addo Dankwa, forseti Gana, sló á svipaða strengi og Selenskí gerði og gagnrýndi öryggisráðið og samsetningu þess. Hann sagði að neitunarvald Rússa og annarra ríkja í ráðinu gerðu það óskilvirkt. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar virðast óviljugar til að hafa áhrif á stríðið í Úkraínu. Sagði innrásina brjóta gegn alþjóðalögum Antónío Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf fund öryggisráðsins með því að lýsa því yfir að innrás Rússa í Úkraínu væri klárt brot á stofnsáttmála SÞ og á alþjóðalögum. Innrásin hefði ýtt undir deilur á svæðinu, aukið óstöðugleika í heiminum og bætt á ógnina frá kjarnorkuvopnum. „Þetta stríð hefur banað eða sært tugum þúsunda óbreyttra borgara, rústað lífum, hrellt kynslóð barna, sundrað fjölskyldu, rústað hagkerfi Úkraínu og breytt umfangsmiklum ræktunarlöndum í banvæn jarðsprengjusvæði,“ sagði Guterres. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sem stýrði fundinum, byrjaði á því að bjóða sendiherrum margra ríkja sem eiga ekki sæti í öryggisráðinu að sitja fundinn og taka þátt í umræðunni um innrás Rússa í Úkraínu. Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum.AP/Mary Altaffer Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, spurði Rama, í upphafi fundarins, af hverju Selenskí fengi að ávarpa fundinn á undan öðrum í salnum, þar sem Úkraína væri ekki meðlimur í öryggisráðinu. Rama svaraði á þá leið að það væri svo aðrir leiðtogar og erindrekar gætu brugðist við ummælum Selenskís. „Komandi frá þér, er kvörtun um brot á reglunum nokkuð merkilegt," sagði Rama um þau ummæli Nebenzya að það bryti gegn reglum Öryggisráðsins að Selenskí ávarpaði fundinn fyrst. Rama sagði alla vilja heyra hvað Selenskí hefði að segja. Nebenzya yfirgaf fundinn seinna og tók Sergey Veshinin, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við af honum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hefur ekki verið á fundinum. „Stöðvaðu stríðið og þá mun hann ekki tala fyrst,“ sagði Rama. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, stýrði fundi ráðsins í dag.AP/Craig Ruttle Seinna gagnrýndi Rama Rússa harðlega vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá gagnrýndi hann aðra leiðtoga sem neituðu að kalla innrás Rússa réttu nafni og sagði hana skipta allan heiminn máli. Aðstoðarmenn Selenskís, tístu svo seinna þökkum til Rama fyrir ummæli hans. Dear @EdiRamaal, today at the UNSC you showed the world how to correctly handle Russia, its lies, and its hypocrisy. I thank you for steering the Presidency in such a principled manner. pic.twitter.com/0wKca8xZon— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 20, 2023 Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Gana Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Selenskí sagði flest alla í heiminum sjá að stríðið í Úkraínu væri óréttlætanlegt landvinningastríð. Hann sagðist þakklátur öllum sem hefðu viðurkennt Rússland sem árásaraðilann og sagði það að hjálpa Úkraínumönnum vera það sama og að verja stofnunarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að gera þyrfti breytingar á Öryggisráðinu og svipta Rússland neitunarvaldi þar. „Það er ómögulegt að binda enda á stríðið þar sem allar ályktanir eru stöðvaðar af árásaraðilanum.“ Fimm ríki hafa fast sæti í öryggisráðinu og neitunarvald. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Þá ítrekaði Selenskí tíu liða friðaráætlun Úkraínu. Nana Addo Dankwa, forseti Gana, sló á svipaða strengi og Selenskí gerði og gagnrýndi öryggisráðið og samsetningu þess. Hann sagði að neitunarvald Rússa og annarra ríkja í ráðinu gerðu það óskilvirkt. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar virðast óviljugar til að hafa áhrif á stríðið í Úkraínu. Sagði innrásina brjóta gegn alþjóðalögum Antónío Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf fund öryggisráðsins með því að lýsa því yfir að innrás Rússa í Úkraínu væri klárt brot á stofnsáttmála SÞ og á alþjóðalögum. Innrásin hefði ýtt undir deilur á svæðinu, aukið óstöðugleika í heiminum og bætt á ógnina frá kjarnorkuvopnum. „Þetta stríð hefur banað eða sært tugum þúsunda óbreyttra borgara, rústað lífum, hrellt kynslóð barna, sundrað fjölskyldu, rústað hagkerfi Úkraínu og breytt umfangsmiklum ræktunarlöndum í banvæn jarðsprengjusvæði,“ sagði Guterres. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sem stýrði fundinum, byrjaði á því að bjóða sendiherrum margra ríkja sem eiga ekki sæti í öryggisráðinu að sitja fundinn og taka þátt í umræðunni um innrás Rússa í Úkraínu. Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum.AP/Mary Altaffer Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, spurði Rama, í upphafi fundarins, af hverju Selenskí fengi að ávarpa fundinn á undan öðrum í salnum, þar sem Úkraína væri ekki meðlimur í öryggisráðinu. Rama svaraði á þá leið að það væri svo aðrir leiðtogar og erindrekar gætu brugðist við ummælum Selenskís. „Komandi frá þér, er kvörtun um brot á reglunum nokkuð merkilegt," sagði Rama um þau ummæli Nebenzya að það bryti gegn reglum Öryggisráðsins að Selenskí ávarpaði fundinn fyrst. Rama sagði alla vilja heyra hvað Selenskí hefði að segja. Nebenzya yfirgaf fundinn seinna og tók Sergey Veshinin, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við af honum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hefur ekki verið á fundinum. „Stöðvaðu stríðið og þá mun hann ekki tala fyrst,“ sagði Rama. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, stýrði fundi ráðsins í dag.AP/Craig Ruttle Seinna gagnrýndi Rama Rússa harðlega vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá gagnrýndi hann aðra leiðtoga sem neituðu að kalla innrás Rússa réttu nafni og sagði hana skipta allan heiminn máli. Aðstoðarmenn Selenskís, tístu svo seinna þökkum til Rama fyrir ummæli hans. Dear @EdiRamaal, today at the UNSC you showed the world how to correctly handle Russia, its lies, and its hypocrisy. I thank you for steering the Presidency in such a principled manner. pic.twitter.com/0wKca8xZon— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 20, 2023
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Gana Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52