„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 11:31 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Vísir/Hulda Margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024. ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó